Færðu Vökudeild prjónaðar húfur á fyrirbura

Prjónahópur úr Ljósinu hefur síðustu mánuði prjónað húfur fyrir fyrirbura á Vökudeild barnaspítala Hringsins.

Fyrr í dag afhentu fulltrúar Ljóssins Vökudeild afraksturinn en þátttakendur í verkefninu eru hópur sem hefur áhuga á prjónamennsku og fær ánægju og vellíðan við að búa til eitthvað frá grunni í höndunum. Þau gleyma stað og stund í góðum félagsskap á meðan þau vinna markvisst að einhverju sem fer svo áfram beint út í samfélagið. Prjónahópurinn hittist í Ljósinu á miðvikudögum á milli 9:00 – 12:00 og vinnur þá oft að samfélagslegum verkefnum.

 

Mikilvægt er að halda hita á fyrirburum þar sem þeir hafa stærra líkamsyfirborð miðað við fæðingarþyngd og minni fitu, sem eykur hitatap þeirra. Húfurnar koma þar að góðum notum þar sem þær minnka hitatap hjá börnunum.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.