Gefðu styrk í starf Ljóssins

Gefðu þínu fólki fallega og þýðingarmikla gjöf!

Þú velur upphæð og þann hluta starfsins sem þú vilt að gjöfin fari í.

Með því að smella á kaupa verður þú flutt/ur yfir á örugga greiðslusíðu Borgunar. Í kjölfarið færð þú sent rafrænt gjafabréf sem þú getur prentað út og afhent.

Beinn styrkur í starf unga fólksins í Ljósinu

Tillaga að upphæð: kr. 2.000

Öll upphæðin rennur til Ljóssins

Lágmark: kr. 2.000

Flokkur:

Starf fyrir ungt fólk í Ljósinu – Texti á gjafabréfi

Gleðileg jól og farsælt komandi ári.

Með hjartans þökk þiggur Ljósið styrk í ungmennastarf miðstöðvarinnar í þínu/ykkar nafni.

Að vera ung manneskja í blóma lífsins og greinast með krabbamein er mikið áfall. Í Ljósinu er lögð áhersla á að mæta unga fólkinu okkar með viðeigandi stuðningi og þéttri endurhæfingardagskrá svo að þau geti snúið sterkari inn í hversdaginn.

Við þökkum veittan stuðning og óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Virðingarfyllst,

Ljósið

Beinn styrkur í fjölskyldustarf Ljóssins

Tillaga að upphæð: kr. 2.000

Öll upphæðin rennur til Ljóssins

Lágmark: kr. 2.000

Flokkur:

Fjölskyldustarf – Texti á gjafabréfi

Gleðileg jól og farsælt komandi ári.

Með hjartans þökk þiggur Ljósið styrk í fjölskyldustarf miðstöðvarinnar í þínu/ykkar nafni.

Þegar fjölskyldumeðlimur greinist með krabbamein hríslast áhrif þess um fjölskylduna alla. Í Ljósinu fær fjölskyldan stuðning með ýmsu móti; viðtöl við fjölskyldumeðferðarfræðing og sálfræðiráðgjafa, námskeið fyrir fullorðna aðstandendur og börn sem eru aðstandendur og fleira.

Með því að huga að allri fjölskyldunni, efla samhug, skilning og veita bjargráð þá er hægt að létta á byrðum sem er ómetanlegt fyrir alla aðila.

Virðingarfyllst,

Ljósið

Styrktarupplýsingar

Styrktarreikningur Ljóssins: 0130-26-410420

Kennitala: 590406-0740

Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja Ljósið.