Lýsing
Í ár gefur Þorvaldur Jónasson út jólakort til styrktar Ljósinu en upphæðin rennur óskipt til Ljóssins.
Ljóðið á kortinu er þýðing Helga Hálfdánarsonar á Heims um Ból. Textinn er skrautskrifaður af Þorvaldi Jónssyni. Í hverjum pakka eru 10 kort og 10 umslög.
Á framhlið má finna ljóðið:
Blíða nótt, blessaða nótt!
Blundar jörð, allt er hljótt.
Fátæk móðir heilög og hrein
hljóðlát vakir, á lokkprúðan svein
horfir í himneskri ró.
Blíða nótt, blessaða nótt!
Blikar skær stjarna rótt.
Hljómar englanna hátíðarlag,
Heimur fagnaðu! Þér er í dag
frelsari fæddur á jörð.
Blíða nótt, blessaða nótt!
Heilagt barn borsir rótt;
ást og mildi af ásjónu skín.
Einn er friðar að leita þín,
Kristur er kominn í heim.
Á hægri opnu má finna eftirfarandi hátíðarkveðjur:
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.