Þriðjudaginn 25. september nk. verður Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari Ljóssins með fyrirlestur um sogæðabjúg. Á fyrirlestrinum fer Margrét yfir helstu kvilla brjóstaaðgerða, uppbyggingu sogæðakerfisins og gefur fyrirbyggjandi ráðleggingar gegn sogæðabjúg á handlegg.
Margrét hefur um langt skeið sinnt B-hópnum svokallaða hér í Ljósinu, en það er hópur fólks sem greinst hefur með krabbamein í brjósti. Hún hefur því víðtæka og mikla reynslu og þekkingu á meðferð sogæðabjúgs. Undanfarin misseri hefur Margrét flutt þennan fyrirlestur einu sinni á önn og hefur það mælst afskaplega vel fyrir. Við hvetjum því alla sem telja sig eiga erindi að koma og hlusta.
Fyrirlesturinn verður eins og fyrr segir, þriðjudaginn 25. september kl. 13 í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.