Málþing um endurhæfingu krabbameinsgreindra

Fimmtudaginn 3. maí n.k. verður málþing um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem greinst hefur með krabbamein og ber málþingið titilinn ,,Endurhæfinga alla leið“. Það er Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands, Ljósið, Kraftur, Heilsustofnun NLFÍ og Reykjalundur  sem boða til málþingsins.

Málþingið hefst kl. 15 og er í Hátíðarsal Hákóla Íslands. Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.

Dagskrá málþings:
15:00 Ávarp og setning málþings, Alma Möller landlæknir

15:10 Susanne O. Dalton danskur sérfræðingur í endurhæfingu krabbameina:
Multidisciplinary care is essential in the rehabilitation of the cancer patients
during and after treatment. Experiences from Denmark.
– Hennar erindi fer fram á ensku

15:50 Agnes Smáradóttir sérfræðingur í krabbameinslækningum:
Hlutverk endurhæfingar í meðferð við krabbameinum – hver er staðan?

16:15 Kaffihlé

16:30 Einar Magnússon: Reynslusaga – 9 ár í endurhæfingu; að lifa með krabbameini

16:45 Jónatan Jónatansson: Reynslusaga – Endurhæfingin mín; vangaveltur í baksýnisspegli

17:00 Pallborðsumræður

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, Ingvar Þóroddsson, yfirlæknir endurhæfingadeilda á Kristnesi á Akureyri, Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, Agnes Smáradóttir, sérfræðingur í krabbameinslækningum LSH og Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ.

17:35 Samantekt af hálfu fundarstjóra

Fundarstjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.