Mánudaginn 12. febrúar kl. 11 verður fræðslufundur í Ljósinu fyrir fólk sem fengið hefur brjóstakrabbamein. Farið verður yfir helstu fylgikvilla brjóstaaðgerða, hvernig sogæðakerfið er uppbyggt og fyrirbyggjandi ráðleggingar gefnar gegn sogæðabjúg á handlegg. Einnig verður kynntur æfingahópur sem kallaður er B hópurinn. Í þeim hóp eru konur sem greinst hafa með brjóstakrabbameina og æfa saman undir handleiðslu sjúkraþjálfara í tækjasal Ljóssins.
Þó svo að hver og einn fái einstaklingsbundna fræðslu og aðstoð hjá okkur vegna sogæðavandamála þá er sífellt óskað eftir frekari fræðslu. Það er okkur því sönn ánægja að uppfylla óskir og þarfir og svara beiðnum sem þessari. Fyrirlesarinn okkar, hún Margrét sjúkraþjálfari hefur einnig starfað og sinnt þessum hóp til langs tíma og hefur því ýmislegt fróðlegt fram að færa.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.