Núvitund er lífsfærni sem getur aukið fullnægju í lífinu og skilning okkar í eigin garð. Hún felst í því að taka eftir náttúrulegum eiginleika hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast meðan það er að gerast, án þess að grípa inn í og dæma það. Við gerum það m.a. með því að opna betur á og taka eftir; líkamsskynjun, tilfinningum, hugsunum og ytra umhverfi okkar. Með aukinni færni tengjumst við betur okkur sjálfum, öðrum í kringum okkur og umhverfinu, “coming back to our senses.”
MARKMIÐ
Tilgangur með námskeiðinu er að styðja við þína persónulegu reynslu af núvitund og aðstoða þig við að þjálfa upp þína eigin færni.
FYRIRKOMULAG
Námskeiðið samanstendur af fræðslu og kennslu æfinga um núvitund, samkennd (compassion) og góðvild (kindness), í eigin garð og annarra. Æfingarnar felast í stuttum sitjandi hugleiðslum, líkamsskönnun (bodyscan), og líkams- og gönguhugleiðsluæfingum. Einnig í því að viðra eigin upplifun af æfingunum ef fólk kýs, stundum í námskeiðshópnum og stundum í minni hópum. Tilgangur þess er að öðlast meiri skilning á eigin líðan og á upplifuninni, án þess þó að ráðleggja eða redda öðrum (ekki að fixa neitt), hver og einn er á sínum forsendum á námskeiðinu. Þátttakendurnir fá verkefni með sér heim til þess að æfa sig á milli tímanna, en formleg og óformleg ástundun heima fyrir í 30-45 mínútur á dag getur stutt þig enn frekar við að tileinka þér æfingarnar og aukið þannig færni þína í núvitund. Á námskeiðinu færðu afhentan leiðarvísi og hljóðupptökur með núvitundaræfingum.
Rannsóknir sýna í vaxandi mæli að núvitund ýtir undir andlega og líkamlega vellíðan og auðveldar okkur að takast á við áskoranir og verkefni í lífinu. Þessi nálgun hefur verið notuð sl. áratugi í löndum í kringum okkur með góðum árangri.
Guðný Helga Kristjánsdóttir hefur starfað sem nuddari og höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðaraðili í 24 ár. Hún lauk kennsluréttindum í núvitund og framhalds námskeiði í núvitund (samkennd í eigin garð)
árin 2017 – 2019 hjá Mindfulness association í Skotlandi.
Núvitund er það að vita hvað er að gerast innra með þér á meðan það er að gerast án þess að grípa inn í það – Rob Nairn
Núvitund … er að snúa sér að lífinu … að lifa því eins og hvert andartak sé það allra mikilvægasta, sem skiptir öllu máli og sem hægt er að vinna úr hér og nú, jafnvel þó því fylgi sársuki, sorg, örvinglun eða ótti – Jon Kabat Zinn
NÆSTA NÁMSKEIÐ
Hefst 19. febrúar 2025
Miðvikudagar kl.13:30 – 15:30, 6 skipti
Umsjón: Guðný Helga Kristjánsdóttir