Þar sem annar aðilinn (eða báðir) hefur greinst með krabbamein.
Veikindi geta aukið álag í samskiptum við maka. Gagnkvæmur stuðningur í hjónabandi er reglulega dýrmætur og því er mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum og tengslum í parasambandinu. Á námskeiðinu fær fólk fræðslu og aukna færni til að bæta samskipti, styrkja tengsl og efla nánd
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
- Áhrif sjúkdóma á tengsl og samskipti í parsamböndum
- Viðbrögð við áföllum og úrvinnsla tilfinninga
- Nánd og kynlíf – Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynfræðingur, heldur fræðsluerindi
Nokkur ummæli um námskeiðið
- „Námskeiðið var bæði fræðandi og gaf tækifæri til umræðna og umhugsunar“
- „Gagnlegt að fá fræðslu og verkfæri, einnig að hitta fólk sem er í svipuðum aðstæðum og maður sjálfur“
- „Alveg ljómandi gott. Fengum upplýsingar og tæki til þess að vinna áfram út frá. Skemmtilegt og afslappað. Takk fyrir.“
- „Gott námskeið. Margt gagnlegt og gott. Fær mann til að hugsa og opna sig meira. Gott að eiga samræður við önnur pör sem eru með manni á námskeiðinu. Mikilvægt hvað mikið er rætt en ekki bara hlustað.“
- „Alveg ljómandi gott. Fengum upplýsingar og tæki til þess að vinna áfram út frá. Skemmtilegt og afslappað. Takk fyrir.“
- „Þetta hefur gefið mér mikið. Hafði engar væntingar en fékk svör.“
Næsta námskeið
Næsta námskeið auglýst síðar
4 skipti
Námskeiðið kostar kr. 5.000 fyrir parið
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770