Þar sem annar aðilinn (báðir) hefur greinst með krabbamein.
Það getur haft mikil áhrif á parsambönd þegar annar einstaklingurinn greinist með krabbamein. Á þessu námskeiði fá pör tækifæri til að ræða og fræðast um áhrif veikinda á parsambönd og læra hvernig hægt er að vinna með þessi áhrif þannig að þau skapi ekki fjarlægð heldur nánd og vöxt.
Stjórnandi: Kristín Ósk Leifsdóttir. sálfræðingur
Nýtt námskeið auglýst síðar.
Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Ljósið
Skráning er hafin í Ljósinu í síma 5613770.
Verð: 5000,- kr fyrir parið.
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
- Áhrif sjúkdóma á tengsl og samskipti í parsamböndum
- Viðbrögð við áföllum og úrvinnsla tilfinninga
- Nánd til aukins vaxtar og samantekt á verkfærum til þroska og stuðnings
Nokkur ummæli um námskeiðið
-
Gott námskeið. Margt gagnlegt og gott. Fær mann til að hugsa og opna sig meira. Gott að eiga samræður við önnur pör sem eru með manni á námskeiðinu. Mikilvægt hvað mikið er rætt en ekki bara hlustað.
-
Alveg ljómandi gott. Fengum upplýsingar og tæki til þess að vinna áfram út frá. Skemmtilegt og afslappað. Takk fyrir.
-
Þetta hefur gefið mér mikið. Hafði engar væntingar en fékk svör.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.