KPMG golfmót til styrktar Ljósinu

kpmg-gsi-ljosid-laugardagur.gif
Áheitagolfið er nýjung í KPMG bikarnum en að þessu sinni söfnuðu kylfingarnir áheitum fyrir Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð  KPMG lagði 20.000 kr. á hvert högg sem endaði á 16. flöt en samtals söfnuðust 540 þúsund krónur sem renna til Ljóssins. „Stuðningur sem þessi skiptir reksturinn miklu máli. Allt er þetta gull í okkar augum“ sagði Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins við viðtöku á áheitunum.
Ljósið þakkar kærlega fyrir stuðninginn frá þessum flottu golfurum.
 
 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.