Í fyrsta viðtali hjá sjúkraþjálfara er staða einstaklings metin út frá krabbameinsgreiningu og því meðferðarferli sem greiningunni fylgir. Einnig er óskað eftir almennum heilsufarslegum upplýsingum til að öðlast heildræna sýn á allt það sem haft getur áhrif á ráðleggingar og markmið í líkamlegri endurhæfingu. Gott er að ná í upphafi endurhæfingar að taka heilsufarsmælingar og gera mat á færni, svo sem með þrekprófi, mælingu á gripstyrk, blóðþrýstingi, púls og skönnun á líkamssamsetningu í Inbody mælitæki. Í framhaldinu er gerð endurhæfingaráætlun og bókað í viðeigandi úrræði í Ljósinu. Sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingar vinna saman að líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu og er endurhæfingunni fylgt eftir með reglubundnum viðtölum og mælingum.

 

UNDIRBÚNINGUR FYRIR VIÐTAL HJÁ ÞJÁLFARA:
– Forðist neyslu koffíndrykkja samdægurs þar til að viðtali loknu.
– Mæta í þægilegum fatnaði og taka með íþróttaskó.

ATHUGIÐ AÐ EKKI ER UM BEINA SKOÐUN Á KVILLUM EÐA BEKKJARMEÐFERÐ HJÁ SJÚKRAÞJÁLFARA AÐ RÆÐA.

Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir, yfirsjúkraþjálfari – aslaug@ljosid.is
Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari – erlaolafs@ljosid.is
Fríða Hrund Kristinsdóttir, íþróttafræðingur og jógakennari – fridahrund@ljosid.is
Guðrún Erla Þorvarðardóttir, íþróttafræðingur – gudrunerla@ljosid.is
Hanna Björg S Kjartansdóttir, íþróttafræðingur – hanna@ljosid.is
Inga Rán Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari – inga@ljosid.is
Indriði Thoroddsen, sjúkraþjálfari – indridi@ljosid.is
Mark Bruun Kristensen, íþróttafræðingur – mark@ljosid.is
Stefán Diego Garcia, íþróttafræðingur – stefan@ljosid.is

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Fyrir þá sem hafa endurhæfingarþarfir vegna krabbameinsgreiningar og meðferðar.

Umsjón: Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir
thjalfarar@ljosid.is til að tilkynna forföll

Tímapantanir í síma 561-3770