Stuðnings- og slökunarmeðferð hjúkrunarfræðings í Ljósinu

Markmiðið með meðferðinni er að aðstoða fólk sem hefur fengið krabbamein og er að kljást við sálræna vanlíðan (svo sem kvíða, depurð, ótta og óöryggi) og einkenni, svo sem verki, þreytu og svefnleysi og fleiri, að auka vellíðan sína og starfsfærni. Með aðstoð meðferðaraðila og stöðluðum mælitækjum er skoðað hvar vandinn liggur. Helstu markmið eru ákveðin og sett fram áætlun til þess að ná þeim. Fólk er hvatt til þess að skoða styrkleika sína og sínar eigin leiðir til úrlausnar. Með því upplifir fólk sig sem vera virka þáttakendur og við stjórn í eigin lífi þrátt fyrir að hafa greinst með krabbamein. Fólk er aðstoðað við að skilgreina m.a. neikvæðar hugsanir sem valda til vanlíðan, á nýjan og uppbyggilegri hátt. Meðferðin skiptist í eftirfarandi þætti; fræðslu, slökunarmeðferð og kennslu slökunarleiða, að skoða jafnvægið á milli virkni og hvíldar, sjálfsstyrkingu, úrvinnslu sálræns vanda og að skoða félagslegan stuðning og samskipti. Þegar meðferð lýkur er árangur metinn og áframhaldandi áætlun að markmiðum sett fram. Notaðar eru meðal annarra aðferða, hugræn atferlismeðferð (HAM). Hægt er að panta viðtalstíma hjá hjúkrunarfræðingi eftir viðtal við iðjuþjálfa Ljóssins, í síma 5613770 Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein; rannveig@ljosid.org