Dr. Þorbjörg Jensdóttir kemur í heimsókn til okkar í Ljósið föstudaginn 22.mars kl:10.15 – 10.55
og kynnir niðurstöður 10 ára rannsókna hjá einstaklingum fyrir og eftir krabbameinsmeðferð.
Er ég með munnþurrk og hvað er til ráða?
Meirihluti einstaklinga sem þiggja krabbameinsmeðferð fá munnþurrk í lengri eða styttri tíma á meðan og/eða eftir meðferð. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hvort um munnþurrk sé að ræða en mikilvægt er að vita þetta til að geta fyrirbyggt mögulegar afleiðingar munnþurrks, líkt og tannskemmdir, glerungseyðingu, tannholdsbólgu, litabreytingar á tönnum, sveppasýkingu í munnholi með meiru.
Þátttakendum verður kennt að mæla magn munnvatns.
Allir velkomnir!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.