Bendum á að ný handverksnámskeið sem eru að fara af stað aftur, þið sem eruð nú þegar á þessum námskeiðum eruð velkomin áfram….
sjá nánar um námskeiðin hér neðar…….
Viltu sauma sumarkjólinn
Leiðbeiningar í fatasaum,
Hefst fimmtudaginn 26 apríl kl. 13:00
Leiðbeinendur: Björk og Lovísa
Gjald : 500 kr í hvert skipti
~ Stelpur – það er til geggjuð ný efni í Twill, nýju vefnaðarvöruversluninni,Fákafeni 9.
Tiffanys –glerlist: Þriðjudaga kl 13:00 – 17 apríl – 4 vikur
Kenndar aðferðir við að raða saman, búa til mynstur og lóða.
Leiðbeinandi: Eyrún Jörgensen
Gjald: Efniskostnaður
Listmálun: Nýtt námskeið hefst föstudaginn 20 apríl kl. 13:00
Leiðbeinendur: Elva Ósk og Ása, báðar menntaðar myndlistakonur, Gjald: 2000 kr. í fyrsta skipti.
Allt um litafræði, teiknun, blöndun lita og málun.
Leður og skinn: Mánudagar kl. 13:00 – 23 apríl. 4 vikur í senn.
Kennsla í að búa til skinnkraga og leðurtöskur- það heitasta í dag…
Leiðbeinendur: Björk og Lovísa
Gjald: 500 kr fyrir hvert skipti
Minnum einnig á námskeið sem eru alltaf í gangi……
Skartgripagerð : Þriðjudaga kl. 13:00 –15.30 – efniskostnaður (alltaf í gangi)
Fluguhnýtingar: Þriðjudaga kl. 19:30 – efniskostnaður (alltaf í gangi)
Prjónakaffi: miðvikudagar kl. 13:00 – hver kemur með sitt garn (alltaf í gangi)
Tálgun: Fimmtudaga kl. 13:00 – efniskostnaður (alltaf í gangi)
Postulínsmálun: Föstudagar kl. 13:00 – 500 kr hvert skipti (alltaf í gangi)
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.