Vilt þú læra hvernig er best að hugsa um húðina í gegnum krabbameinsferlið? Á námskeiðinu er kennt hvernig er best að meðhöndla húðina á meðan lyfjameðferð stendur og létta förðun sem er auðveld og góð þegar öll andlitshár eru farin.
Útlit og umhirða húðar skiptir marga miklu máli en við lyfjameðferðir getur húðin þornað og andlitshár farið.
Þetta vinsæla snyrtinámskeið er fyrir konur sem hafa greinst með krabbamein. Fjallað verður um umhirðu húðarinnar og förðun. Snyrtifræðingur Ljóssins, Erla Jóhannsdóttir, sér um námskeiðið.
NÆSTA NÁMSKEIÐ
Nánari upplýsingar og skráning í síma 561-3770
Umsjón: Erla Jóhannsdóttir, snyrtifræðingur

