Grunnfræðsla fyrir konur

Fræðslunámskeið fyrir konur á öllum aldri, sem nýlega hafa greinst með krabbamein. Námskeiðið er grunnur að áframhaldandi fræðslu og endurhæfingu í Ljósinu.

Markmið námskeiðsins er að konur í svipuðum sporum fái fræðslu, taki þátt í umræðum og fái þannig stuðning til að takast á við breytingar í kjölfar greiningar. Þeir fagaðilar sem koma að námskeiðinu hafa allir unnið með krabbameinsgreindum. Umsjón með námskeiðinu hafa iðjuþjálfar í Ljósinu, en auk þeirra halda fagaðilar fyrirlestra um sín sérsvið og stýra umræðum. 

Á námskeiðinu verður fjallað um aðstæður og úrlausnir þegar það verða breytingar á lífinu, hvernig greining og meðferð geta haft áhrif á líðan, hvernig hægt sé að efla eigin heilsu og mikilvægi þess að viðhalda og byggja upp orku og þrek, samskipti, nánd og kynhegðun og auðvitað hvernig við sköpum áhugaverða framtíðarsýn.

Þessi námskeið hafa skapað mikla samkennd og veitt þátttakendum mikinn jafningjastuðning í gegnum árin.

Athugið að nauðsynlegt er að vera skráð í þjónustu í Ljósið til að sitja námskeiðið en hægt er að skrá sig í þjónustu hér.

 

Umfjöllunarefni námskeiða

Námskeiðið eru 6 sjálfstæðir fyrirlestrar með áherslu á umræður og bjargráð sem nýtast í endurhæfingarferlinu.

  • Nýjar aðstæður, bjargráð og orkusparnaður (iðjuþjálfi)
  • Næring og næringarvandi (næringarfræðingur)
  • Mikilvægi þess að byggja upp orku og þrek (sjúkraþjálfarar)
  • Kynlíf og krabbamein (kynfræðingur)
  • Fræðsla um taugakerfið og leiðir til slökunar (iðjuþjálfar)
  • Leiðin að markmiðinu, viðhorf, sjálfstraust og sjálfsvirðing (markþjálfi)

Dagskrá 

Grunnfræðsla fyrir konur 46-59 ára

Grunnfræðsla fyrir konur 46 – 59 ára 

Dagskrá námskeiðsins er fjölbreytt og spennandi.

Iðjuþjálfar, sjúkraþjálfari, næringarráðgjafi, kynfræðingur ásamt fleiri spennandi fagaðilum koma með góða fræðslu.

Námskeiðið er haldið í húsnæði Ljóssins

Grunnfræðsla fyrir konur 60 ára og eldri

Grunnfræðsla fyrir konur 60 ára og eldri 

Dagskrá námskeiðsins er fjölbreytt og spennandi.

Iðjuþjálfar, sjúkraþjálfari, næringarráðgjafi, kynfræðingur ásamt fleiri spennandi fagaðilum koma með góða fræðslu.

Námskeiðið er haldið í húsnæði Ljóssins

Næsta námskeið

Konur 46 ára – 59 ára

hefst 7. nóvember

Fimmtudagar kl.10:00 – 12:00 í 6 skipti

Umsjón: Guðný Katrín Einarsdóttir, iðjuþjálfi

 

Konur 60+

hefst 23.september, í 6 skipti

Mánudagar kl.13:30 – 15:30

Umsjón: Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi