Í Ljósinu bjóðum við upp á tvær ólíkar raðir fræðslufunda fyrir karlmenn. Annars vegar er það fræðsluröð um breytingar sem er sniðin fyrir þá sem eru að hefja endurhæfingarferlið. Hins vegar er það fræðsluröð um uppbyggingu sem hentar bæði þeim sem eru að hefja endurhæfingu og þeim sem eru lengra komnir í ferlinu.
MARKMIÐ
Markmiðið er að karlmenn fái uppbyggjandi fræðslu og hafi gagn og gaman af að hitta aðra í sömu aðstæðum. Farið verður í gegnum það breytingarferli sem einstaklingar ganga í gegnum við það að veikjast. Það verða fyrirlestrar um mikilvægi þess að byggja sig upp andlega og líkamlega og mikilvægi þess að setja sér markmið
UMFJÖLLUNAREFNI NÁMSKEIÐA
Uppbygging – þriðjudaga klukkan.14:00
11. nóvember – Eyþór Eðvarsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi: Stjórnun álags og streitu
18. nóvember – Björgvin H Björgvinsson, félags- og fjölskylduráðgjafi: Fjölskyldan og veikindi – hvernig fer það saman?
25. nóvember – Þjálfarar Ljóssins: Uppbygging eftir veikindi
2. desember – Rannveig Björnsdóttir næringarfræðingur: Mikilvægi næringar í gegnum veikindaferli
Breytingar – þriðjudaga kl.14:00
6. janúar– Matti Osvald, markþjálfi/heilsufræðingur: Hvernig vinnur hugurinn betur fyrir okkur
13. janúar– Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi: Breytingar og hvernig er hægt að vinna með þær
20. janúar– Kristín Þórsdóttir, kynlífsmarkþjálfi: Kynlíf og krabbamein
27. janúar– Ragnar Th Sigurðsson, ljósmyndari: Reynslusaga af því að greinast með krabbamein og stunda endurhæfingu
Uppbygging
Hefst 11. nóvember
Þriðjudagar kl. 14:00 – 15:30, í 4 skipti
Umsjón: Matti Osvald, heilsufræðingur og markþjálfi
Breytingar
Hefst 6. janúar 2026
Þriðjudagar kl. 14:00 – 15:30, í 4 skipti
Umsjón: Matti Osvald, heilsufræðingur og markþjálfi

