Heilsuefling
Spennandi fræðslutímar um heilsu og lífsstíl.
Námskeiðið byrjar 2. febrúar og eru skipulagðir fræðslutímar út mars.
Markmið:
Kynntar verða ýmsar hugmyndir, kenningar og vangaveltur um heilsu. Kynning á hvernig takast á við breytingar í lífinu, lífsviðhorf rætt, sjálfstraust, geðorðin 10 tekin fyrir, markmiðssetning og óskaspjöld, auk þess sem bjargráð verða í brennidepli. Hvert umræðuefni verður kynnt í byrjun hvers tíma og síðan er gert ráð fyrir virkri umræðu þátttakenda auk spennandi verkefna.
Staður og stund:
Námskeiðið fer fram í jógasal Ljóssins á Langholtsvegi 43 á
mánudagsmorgnum frá 10.30-12.00.
Mælum með slökun kl. 12:30 að loknum léttum hádegisverði.
Þátttakendur: Fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Umsjón: Berglind Kristinsdóttir iðjuþjálfi B.Sc., auk gestafyrirlesara.
Skráning fer fram hjá starfsfólki Ljóssins síma 5613770
Fræðslan er ókeypis.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.