Guðrún Högnadóttir, forstöðumaður Opins Háskóla í Rvk og formaður stjórnar Ljóssins heldur spennandi fyrirlestur í Ljósinu fimmtudaginn 16.10 kl. 13:30.
Þar mun hún kynna 7 venjur til árangurs í lífi og starfi:
Um er að ræða ítarlega og einstaklingsmiðaða nálgun við að rækta einstaklinga og liðsheildir og laða fram það besta í hverjum og einum. Heildrænt kerfi 7 Venja til árangurs hjálpar einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að ná hámarks árangri í lífi og starfi og byggir á mest seldu stjórnunarbók allra tíma: 7 Habits of Highly Effective People, eftir Stephen Covey. 7 Venjur til Árangurs er heildstæð lausn til að rækta fólk og fyrirtæki og byggir m.a. á eftirfarandi ferli:
Venja 1: Taktu af skarið Venja 2: Í upphafi skal endirinn skoða Venja 3: Kapp er best með forsjá Venja 4: Vinnum saman Think Win-Win® Venja 5: …eyrum hlýðir, en augum skoðar. Svo nýsist fróðra hver fyrir Venja 6: Samvirkni til árangurs Venja 7: Brýndu kutann
|
|
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.