Að skera út og tálga tré er virkilega skemmtilegt handverk. Það færir okkur nær náttúrunni og leyfir okkur móta hana til að njóta frekar. Skálar, fuglar, stjakar og hnífar er meðal listaverka sem fyrri ljósberar hafa útbúið.
Febrúar – Langar þig að tálga þinn eigin fugl? (Föstudagshandverk)
Föstudagana 6., 13., 20. og 27. febrúar kl. 10:00 – 12:00
Í febrúar verður Bjarni útskurðarmeistari með vinnustofu þar sem tálgaðir verða fuglar. Komdu og prófaðu að tálga þinn eigin fugl!
ATH tréskurður og tálgun verður eingöngu á föstudögum í febrúar en ekki á fimmtudögum eins og vaninn er.
Vinsamlegast látið vita í móttöku Ljóssins eða í síma 561-3770 af komu ykkar síðasta lagi degi fyrir hverja vinnustofu í febrúar þar sem hámarksfjöldi eru 8 manns.
Næsta námskeið
Fimmtudagar kl. 13:00 – 15.00
Leiðbeinandi: Bjarni Þór Kristjánsson
Mikilvægt er að láta vita af mætingu í síðasta lagi degi fyrir hvern tíma þar sem hámarksfjöldi er í tálgunina.
Skráning og upplýsingar í síma 561 – 3770.
ATH! Í febrúar á föstudögum kl. 10:00-12:00.

