Styrkur frá Oddfellow Rebekkustúku nr.11 Steinunni

Í gær fengum við heimsókn frá Hörpu S. Guðmundsdóttur sem kom fyrir hönd Oddfellow stúku nr. 11, Steinunni.

Oddfellowstúkan Steinunn no 11. er líknarfélag sem styrkir ýmiskonar málefni t.d. þau sem eru í nærsamfélagi sínu. Þær ákváðu að styrkja Ljósið eftir að hafa heyrt fallegar sögur af þjónustunni sem Ljósið veitir fyrir einstaklinga um allt land, og þar með systur þeirra sem hafa orðið veikar.

Við þökkum þeim kærlega fyrir hlýhuginn og stuðninginn.

Á mynd frá vinstri: Harpa S Guðmundsdóttir, yfirmeistari í Rbst. nr 11 Steinunni og Eva Guðrún Kristjánsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.