Nú á nýju ári förum við í Ljósinu af stað með nýtt og skemmtilegt verkefni!
Okkur hefur borist að gjöf nokkrar glæsilegar íþróttatreyjur sem verða til sölu á uppboði reglulega yfir árið 2026 og allur ágóði rennur beint til Ljóssins.
Við erum ótrúlega spennt að segja ykkur frá fyrstu treyjunni sem er aðaltreyja íslenska landsliðsins í handbolta, árituð af strákunum okkar!

Við í Ljósinu bíðum spennt eftir því að fylgjast með strákunum okkar úti í Kristianstad í Svíþjóð og hlökkum til komandi leikja á Evrópumeistaramótinu (EM).
Í tilefni EM munum við setja landsliðstreyjuna á uppboð, mánudaginn 12. janúar kl. 12:00. Uppboðinu lýkur miðvikudaginn 21.janúar kl. 12:00, eftir að Ísland hefur klárað sinn síðasta leik í undanriðlinum. Áfram Ísland!
Hægt er að skoða uppboðið hér.
Að lokum viljum við þakka Orra Rafni Sigurðarsyni, sem stendur á bakvið góðgerðarverkefnið Gleðjum saman, fyrir að láta gott af sér leiða og gefa Ljósinu þessar fallegu gjafir.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






