Viðskiptavinir ELKO völdu Ljósið sem styrktarmálefni sem þau vildu að hlyti styrk úr styrktarfsjóði ELKO
Peningagjöfin er partur af loforðum og gildum ELKO að sýna loforð í verki að það sem skiptir viðskiptavini þeirra máli skipti ELKO máli.
Ljósið þakkar kærlega fyrir styrkinn sem mun koma sér vel í starfseminni.

Á myndinni eru þau Sófús Árni Hafsteinsson forstöðumaður viðskiptaþróunar, Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri, Arinbjörn Hauksson forstöðumaður markaðssviðs, Björn Másson mannauðsstjóri, Hanna María Hermannsdóttir forstöðumaður innkaupasviðs ásamt Ernu Magnúsdóttur framkvæmdarstýru Ljóssins sem tók við eins milljóna króna styrk frá ELKO.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






