Þjónustukönnun Ljóssins

Við í Ljósinu erum sífellt að leita leiða til að veita betri þjónustu og er hluti af því að mæla gæði þeirrar endurhæfingar og stuðnings sem boðið er upp á.

Nú hefur Maskína sent út þjónustukönnun í nafni Ljóssins. Engin svör eru rekjanleg til einstaklinga og fyllsta trúnaðar er gætt við framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Við biðjum þig um að gefa þér 5-10 mínútur til að svara könnuninni. Því miður er alltaf möguleiki á því að fjölpóstar endi í ruslmöppunni (e. junk mail/spam) svo við hvetjum ykkur til að kíkja á það ef könnunin birtist ekki í pósthólfinu ykkar.

Með fyrirfram þökk fyrir ykkar dýrmætu innsýn.

Kær kveðja,
Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.