Jólapeysudagur 9. desember í Ljósinu

Næstkomandi þriðjudag, 9. desember, ætlum við að vera á jólalegum nótum í Ljósinu. Eftir hádegi verður boðið upp á heitt kakó, smákökur og létta jóladagskrá.

Við hvetjum alla, bæði starfsfólk og þá sem koma í Ljósið, til að mæta jólaleg í hús! Það má gjarnan draga fram ljótu jólapeysurnar, jólahúfurnar, jólasokkana eða bara skella á sig rauðum, hátíðlegum varalit.

Jóladagskrá í Ljósinu 9. desember:
kl. 11:00–12:00: Jólagönguþjálfun
kl. 12:30–13:00: Upplestur með Einari Kárasyni rithöfundi úr nýju bókinni hans Sjá dagar koma
kl. 13:00–13:30: Notalegir jólatónar og sófaspjall

Við hlökkum til að sjá ykkur í jólaskrúða og eiga notalega stund saman!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.