Jólagönguþjálfun 9. desember

Á þriðjudaginn, 9. desember, verður jólapeysudagur í Ljósinu og í tilefni þess verður smá jólastemning í gönguþjálfuninni þann daginn.

Við hittumst kl. 11:00 þjálfaramegin og göngum saman í Laugardalinn, þar sem við tökum létta göngu og nokkrar æfingar. Að lokinni göngu fáum okkur heitt kakó áður en haldið er aftur í fjörið í Ljósinu.

Ef þið eigið jólapeysu, jólasveinahúfu eða jólaljós, endilega mætið með það.

Hlökkum til að eiga huggulega jólastund með ykkur!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.