Dásamlegar fréttir bárust frá Patreksfirði þegar Þorgerður Einarsdóttur og Guðbjartur Gissurarson sögðu frá því að íbúar bæjarins hefðu ákveðið að halda sína eigin Ljósafossgöngu síðasta laugardag. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara mættu 28 manns og tveir hundar til að taka þátt. Gangan gekk afar vel og það var góð stemning að sögn Þorgerðar og Guðbjarts. Stefnt er að því að endurtaka gönguna að ári og auglýsa hana betur fyrirfram, svo enn fleiri geti tekið þátt.
Við erum innilega þakklát fyrir þennan fallega stuðning frá góðu fólki á Patreksfirði. Þið hjálpið okkur að láta Ljósið skína❤️

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






