Bústaðakirkja hefur nú í 15 ár haldið upp á Bleikan október og ákváðu þau að styrkja Ljósið og Krabbameinsfélag Íslands. Jónas Þórir organisti skipulagði dagskrána fyrir mánuðinn eins og hann hefur gert síðast liðin ár. Á miðvikudögum fóru fram hádegistónleikar og á sunnudögum voru bleikir dagar.
Aðgangur inn á tónleikana var ókeypis en tónleikagestum var boðið að styðja Ljósið eða kaupa bleiku slaufu Krabbameinsfélagsins. Margt frábært tónlistafólk tók þátt og gaf vinnu sína, þar á meðal Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Hjörleifur Valsson, Björn Thoroddsen, Bjarni Sveinbjörnsson, Matthías Stefánsson, Bjarni Arason ásamt félögum úr Kammerkór Bústaðakirkju. Söfnunarfé til Ljóssins að viðbættu framlagi Kvenfélags Bústaðakirkju og sóknarnefnar var 800.000 kr. og samtals skilaði Bleikur október í Bústaðakirkju Ljósinu og Krabbameinsfélaginu yfir 1.400.000 kr.
Við viljum innilega þakka Bústaðakirkju fyrir að skipuleggja þessa frábæru gjöf til Ljóssins, einnig tónlistarfólkinu fyrir sitt framlag og tónleikagestum fyrir stuðninginn!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






