Tíminn flýgur áfram og á morgun er komið að hinni árlegu Ljósafossgöngu upp Esjuna. Við erum ótrúlega spennt að ganga með ykkur og mynda stærsta Ljósafossinn hingað til! Við hittumst á bílastæðinu við Esjuna kl. 15:30 og leggjum af stað upp að Steini kl. 16:00.
Munið að klæða ykkur í hlý föt, vera í góðum gönguskóm og taka höfuðljós fyrir gönguna niður. Það er einnig gott að hafa með brodda undir göngunaskóna, ef það skildu leynast hálkublettir á leiðinni.
Sjóvá styrkir Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern sem mætir við Esjurætur, svo við hvetjum alla til að mæta, hvort sem þú ætlar að ganga eða bara hvetja göngugarpana áfram frá Esjurótum.
Ef þið deilið efni á samfélagsmiðla þá megið þið endilega tagga Ljósið og hafa myllumerkið #ljosafoss2025
Hægt er að lesa meira um Ljósafoss viðburðinum á Facebook hér.
Þátttaka er ókeypis og við hlökkum til að sjá ykkur á Esjunni á morgun!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






