Þóra Kristín Filippusdóttir hélt upp á 90 ára afmælið sitt 31. október síðastliðinn. Í tilefni dagsins ákvað hún að afþakka gjafir og óska þess í staðin að gestir hennar styrktu Ljósið.
Við í Ljósinu erum innilega þakklát fyrir þessa fallegu gjöf og kærleiksríku hugsun. Svona stuðningur skiptir okkur miklu máli.
Við sendum Þóru innilegar hamingjuóskir með 90 ára afmælið og óskum henni alls hins besta❤️

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






