Höfuðljósin komin í hús fyrir Ljósafoss

Vinir okkar hjá Dynjanda hafa í fjölmörg ár sýnt Ljósinu hlýjan stuðning og komið færandi hendi með höfuðljós fyrir Ljósafossinn.

Ljósin eru seld til styrktar Ljósinu og í ár bjóðum við upp á fjórar mismunandi gerðir af gæða höfuðljósum, sem eru bæði þægileg og fullkomin fyrir gönguna upp Esjuna.

Ljósin eru nú komin í sölu í afgreiðslu Ljóssins og allur ágóði af sölunni rennur beint til starf Ljóssins.

Við erum svo þakklát fyrir hlýjuna og stuðninginn sem Dynjandi sýnir okkur ár eftir ár❤️

Átt þú höfuðljós fyrir Ljósafossgönguna?

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.