Jafningjahópur kvenna 46 ára og eldri hittist næst þriðjudaginn, 4. nóvember, og að þessu sinni er ferðinni heitið á einstöku handritasýninguna í Eddu, húsi íslenskunnar, Arngrímsgötu 5, 107 Reykjavík.
Við hittumst við innganginn í Eddu kl. 13:00 og eftir sýninguna fáum við okkur huggulegt kaffi á kaffihúsinu ÝMI, sem er í sömu byggingu. Aðgangseyrir er 1.200 kr.
Vinsamlegast látið vita af þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 31. október í afgreiðslu Ljóssins.
Við hlökkum til að eiga notalega og skemmtilega stund saman!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






