Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar fer fram laugardaginn 15. nóvember.
Þar mun stór hópur fólks hittast við Esjurætur kl. 15:30 og svo verður lagt af stað upp að Steini klukkan 16:00 og í kjölfarið gengið niður með höfuðljós tendruð og myndaður fallegur Ljósafoss í þann mund sem myrkrið skellur á. Hver og einn getur gengið þá vegalengd sem hentar, og beðið eftir ljósafossinum á leið niður.
Með þessum viðburði vekjum við athygli á mikilvægi Ljóssins sem er endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Þorsteinn Jakobsson fjallagarpur leiðir gönguna eins og undanfarin á og Björgunarsveitin Kjölur verður á staðnum.
Síðustu ár hefur Ljósið notið dýrmæts stuðnings frá Sjóvá í undirbúningi og framkvæmd Ljósafossins og hefur Sjóvá lagði til 1.000 kr fyrir hvern sem mætir með okkur við Esjurætur. Í ár mun Sjóvá tvöfalda stuðninginn og styrkja Ljósið um 2.000 kr fyrir hvern sem mætir!
Aðgangur er ókeypis og Sjóvá styrkir Ljósið um 2.000kr fyrir hvern þann sem hittir okkur við Esjurætur (þau sem treysta sér ekki upp fjallið er að sjálfsögðu velkomið að hitta okkur bara við Esjurætur án þess að taka þátt í göngunni sjálfri)
Í viðburðinum okkar á Facebook má finna nánari upplýsingar.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






