Fimmtudaginn 30. október kl. 10:00-12:00 býður Ljósið upp á fræðslufyrirlestur og kynningu á stoðvörum fyrir þau sem hafa farið eða munu gangast undir aðgerð vegna brjóstakrabbameins. Fyrirlesarar eru Guðrún Erla og Inga Rán, þjálfarar Ljóssins auk Gígju Grétarsdóttur, hjúkrunarfræðings í Eirberg sem verður með kynningu á stoðvörum.
Það er mikilvægt fyrir þau sem gangast undir aðgerð á brjósti að huga vel að þjálfun og hreyfingu að aðgerð lokinni. Í fræðsluerindinu verður farið yfir helstu þætti ferlisins, endurhæfingar og tegund þjálfunar sem þarf að huga að samhliða og eftir greiningu brjóstakrabbameins, óháð tegund meðferðar.
Fyrirlesturinn er ætlaður þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein og hafa farið eða munu fara í aðgerð þess vegna. Áhugasömum er bent á að skrá sig í móttöku eða hjá þjálfurum svo hægt sé að áætla réttan sætafjölda.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






