Hádegistónleikar til styrktar Ljósinu í Bústaðakirkju í Bleikum október

Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðgangur er ókeypis að öllum dagskrárliðum Bústaðakirkju í Bleikum október, en tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar Ljósinu. 

 

Hluti af dagskránni í Bústaðakirkju eru hádegistónleikar alla miðvikudaga í október kl. 12:05.

Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi:

1. október – Íslensku bítlarnir. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju flytja lög Bítlanna auk laga eftir Gunnar Þórðarson og Magnús Eiríksson sem báðir urðu 80 ára á þessu ári. Jónas Þórir leikur á flygilinn og Hammondið.

8. október –  Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, flytur sín uppáhalds lög tengd Bítlunum og Jónas Þórir leikur á flygilinn.

15. október – Hjörleifur Valsson, fiðluleikari og Jónas Þórir, píanóleikari flytja bítlalög í klassískum búningi.

22. október – Hinn eini sanni Bjarni Ara flytur lög ásamt hljómsveit frá tímum Elvis Presley og Bítlanna.

29. október – Blaðamaðurinn góðkunni, Ómar Valdimarsson, segir okkur frá fyrstu bítlaárunum á Íslandi. Hljómsveitin Alto leikur en hún samanstendur af mönnum á besta aldri sem léku með nokkrum hljómsveitum bítlaáranna. Hver veit nema að við tökum nokkur dansspor?

Aðgangur er ókeypis að öllum dagskrárliðum Bústaðakirkju í Bleikum október, en tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar Ljósinu. Við þökkum vinum okkar í Bústaðakirkju innilega fyrir stuðninginn ❤️

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.