Það var ánægjulegt að taka á móti velferðarnefnd Alþingis hingað í Ljósið á Langholtsveginum í gærmorgun.
Við í Ljósinu leggjum áherslu á að vinna þétt með stjórnvöldum til að tryggja að sú sérþekking sem við búum yfir nýtist þeim sem taka ákvarðanir um heilbrigðismál.
„Ég held ég tali fyrir hönd Velferðarnefndar allrar þegar ég segi að þarna er um einstaka starfsemi að ræða sem veitt hefur þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra ómetanlegan andlegan, félagslegan og líkamlegan stuðning í formi fjölbreyttra meðferðaforma, fræðslu og ráðgjafar. Fyrir hönd Velferðarnefndar vil ég þakka Ljósinu fyrir frábæra móttöku og þakka þeim fyrir ómetanlegt starf“, segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis.
Við þökkum Velferðarnefnd kærlega fyrir komuna.

Mynd frá vinstri: Brynjar Páll Jóhannesson, Sigurður Örn Hilmarsson, Sigurþóra Bergsdóttir, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins, Kristján Þórður Snæbjarnarson, Grímur Grímsson, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigríður Á Andersen.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






