Við bjóðum karlmenn í Ljósinu hjartanlega velkomna í nýja tíma!
Liðkun og teygjur fyrir karla þar sem lögð er áhersla á að losa um spennu, bæta hreyfigetu og upplifa meiri léttleika í líkamanum. Í tímunum sameinum við liðkandi æfingar og teygjur með það að markmiði að auka liðleika og hreyfanleika líkamans. Æfingarnar eru aðlagaðar að þörfum hvers og eins.
Fríða Hrund Kristinsdóttir, Stefán Diego og Mark Bruun, þjálfarar Ljóssins sjá um tímann. Skráning fer fram bæði í móttöku Ljóssins og hjá þjálfurum.
Tímarnir hefjast 1. október | Kennt er á miðvikudögum kl. 9:00-9:45
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






