Föstudaginn 12. september hefst nýtt námskeið hjá Ljósinu sem ber heitið Slaka og skapa.
Unnið verður útfrá flæði og skynjun í gegnum handverk og hugleiðslu. Kynntar verða mismunandi aðferðir af útsaumi og farið verður í ferðalag í hugmyndavinnu í gegnum slökunarferli sem kennari hefur verið að þróa fyrir skapandi huga. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á skapandi nálgun og tilraunir í útsaumi. Nemendur gera tilraunir með mismunandi útsaum í textíl, blandaðar við upplifanir.
Í námskeiðinu verður meðal annars leitast við að svara þessum spurningum:
- Hvernig getum við skapað listaverk sem er byggt á minningum?
- Hver eru tengslin á milli hugar og handar?
Námskeiðið slaka&skapa hvetur til samtals þar sem þátttakendum er veitt tækifæri til að velta fyrir sér því sem hendur þeirra eru megnugar. Námskeiðið gengur út á flæði, upplifanir og skynjaða þekkingu. Hugleiðsla og handavinna hjálpar líkamanum að slaka á og með ástundun hægist á hjartslættinum og líkaminn dregur úr framleiðslu stresshormóna sem valda kvíða og streitu.
Thelma Björk Jónsdóttir, jóga- og hugleiðslukennari kennir námskeiðið.
Hefst 12. september og er kennt á föstudögum kl. 9:00-12:00 í tvö skipti -> Skráning og nánari upplýsingar í móttöku Ljóssins og í síma 561-3770.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






