Myndir – Styrktartónleikar Ljóssins 2025

Styrktartónleikar Ljóssins fóru fram síðastliðinn föstudag og sameinaði þar góða gesti og velviljug fyrirtæki sem vildu leggja húsnæðissjóði endurhæfingarmiðstöðvarinnar lið.

Kvöldið einkenndist af kærleika og hlýju, en líka eftirminnilegri gleði og orku sem fyllti salinn. Framúrskarandi tónlistarfólk steig á stokk og viljum við koma okkar dýpstu þakkarkveðjum til þeirra.

Myndirnar hér að neðan fanga einstaka stemningu kvöldsins en þetta var kvöld sem við munum lengi minnast og vonumst til að geta endurtekið, því það er ljóst að krafturinn og kærleikurinn sem ríkti í salnum er eitthvað sem við viljum upplifa aftur.

Takk kærlega öll þið sem komuð og glöddust með okkur. Við viljum einnig þakka þeim fjölmörgu stuðningsaðilum sem studdu við okkur frá hugmynd að uppsetningu en við erum afar þakklát að eiga svona gott fólk í kringum Ljósið.

Sérstakar þakkir til okkar kæru stuðningsaðila á tónleikunum: 

  • Heimar
  • Háskólabíó
  • Garðheimar
  • MBL
  • RÚV
  • Ölgerðin og Danól
  • Mossley
  • Ásgeir Orri Ásgeirsson
  • Ólöf Erla hjá Svart Design
  • Sonik
  • Allir tónlistarmenn sem komu fram og þá sérstaklega Magnús Kjartan og Marínó úr Stuðlabandinu

Við erum þakklát fyrir allan þann stuðning sem við fáum og vonum að þessar myndir gefi innsýn í töfrandi augnablik kvöldsins.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.