Námskeið í bandvefslosun

Í Ljósinu er alltaf eitthvað um að vera og nú á fimmtudaginn næstkomandi hefst 4 vikna námskeið í bandvefslosun.

Bandvefur er stoðvefur sem umlykur og tengir saman mismunandi vefi og er milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar missir hann seigu teygju eiginleika sína sem getur haft áhrif á hreyfigetu. Ýmiskonar verkir og skert hreyfigeta geta verið einkenni frá stífum bandvef. Til dæmis getur stífni í herðablaði leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og læri getur haft mikil áhrif á bakið.

Bandvefslosun getur meðal annars hjálpað til við að:

  • Draga úr verkjum og streitu
  • Bæta líkamsstöðu
  • Auka hreyfifærni og vellíðan

📅 Námskeiðið hefst: Fimmtudaginn 20. mars og er í 4 skipti
⏰ Tímar: Fimmtudagar kl. 12:00 – 12:45
📍 Staðsetning: Æfingasalur Ljóssins

Nánari upplýsingar og skráning hjá þjálfurum Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.