Í síðustu viku fengum við heimsókn frá góðu fólki í Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars.
Tilefni heimsóknarinnar var til að færa Ljósinu fjárstyrk en í Byggingarfélaginu hefur fjöldi starfsmanna þurft að sækja sér þjónustu og endurhæfingu til Ljóssins í krabbameinsmeðferð.
Byggingarfélagið segist með glöðu geði styrkja starfsemi Ljóssins og segja það sinna afar mikilvægu hlutverki í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Starfsfólkið segir það gott að geta fengið hagnýt ráð um hvernig megi styðja við samstarfsfélaga sem greinist og að það sé gefandi að leggja sitt af mörkum í endurhæfingarstarfið.
Að lokum vill fyrirtækið hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama og styrkja góðgerðarmál eins og Ljósið, því krabbamein kemur jú okkur öllum við.
Við þökkum Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars kærlega fyrir stuðninginn en styrkurinn munn sannarlega komast að góðum notum hér í Ljósinu.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.