Nú er loksins komið að Ljósafossgöngunni okkar upp Esjuna á morgun!
Við erum þvílíkt spennt að ganga með ykkur og mynda stærsta Ljósafossinn hingað til. Varðandi viðeigandi búnað þá vefst mismikið fyrir fólki hvað á eiginlega að taka með sér í fjallgöngu. Mörgum finnst gott að hafa gátlista til að gleyma ekki einhverju mikilvægu svo við tókum saman helstu atriði sem gott er að hafa með á Esjuna:
- Ullarnærföt
- Hlífðarbuxur
- Hlý primaloft, dúnyfirhöfn, eða lopapeysa undir goretex flík
- Góðir gönguskór
- Húfa
- Góðir vettlingar
- Broddar
- Höfuðljós
- Góða skapið
- Göngustafir
Já og ef þið deilið efni á samfélagsmiðlum megið þið endilega bæta við myllumerkinu #ljosafoss2024 og tagga Ljósið í færslunum. @Ljosid á Facebook og @ljosid_endurhaefing á Instagram.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest á Esjunni á morgun! Við hittumst á bílastæðinu við Esjurætur kl. 15:30 og leggjum svo af stað upp að Steini kl. 16:00.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.