Hlauparar í bleiku hlaupi FH styrktu Ljósið

Erna Magnúsdóttir, framkvæmdarstýra tók við styrknum fyrir hönd Ljóssins. Með henni á myndinni eru Gísli Ágúst Guðmundsson, Veigur Sveinsson, Anna Eðvaldsdóttir, Guðni Gíslason og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.

Í gær fengum við heimsókn frá yndislegum hlaupahóp FH sem afhenti styrk sem kemur sannarlega að góðum notum í endurhæfingarstarfi Ljóssins.

Hlaupahópur FH hefur um langt skeið haldið Bleika hlaupið til styrktar góðu málefni. Í ár hlupu þau til styrktar Ljósinu og var söfnunin í nafni tveggja félaga í hlaupahópnum sem höfðu greinst með krabbamein á starfsárinu.

Hlaupið var haldið 19. október og mættu hlauparar víða að úr öðrum hlaupahópum auk FH-inga. Fólk mætti í bleiku og setti nokkurn svip á bæinn þegar hlaupið var en hægt var að velja um mislangar hlaupaleiðir sem allar enduðu í Kaplakrika þar sem beið glæsilegt kökuhlaðborð í boði félaga í Hlaupahópi FH.

 

Innilegar þakkir til hlaupahóps FH fyrir frábært framtak!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.