Prjónahópur Ljóssins afhenti sjúkrabílabangsa

Prjónahópurinn úr Ljósinu hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum síðustu mánuði en þar hafa verið handprjónaðir um fimmtíu sjúkrabílabangsar.

Í gær fengum við skemmtilega heimsókn frá Slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum þegar prjónahópurinn afhenti bangsanna. Þau munu sjá um að gefa þá til barna sem þurfa á þeirra þjónustu að halda í flutningum, til að veita þeim öryggi í erfiðum aðstæðum.

 

Þetta er eitt af þeim margvíslegu samfélagsverkefnum sem hópurinn vinnur að en meðlimir hópsins koma reglulega með hugmyndir að nýjum verkefnum.

Hópurinn er mjög aktívur og eru margir hópmeðlimir einnig að prjóna heima á milli þess sem þau hittast hér á miðvikudögum í samprjón. Virkilega gefandi verkefni fyrir okkar fólk sem togar beint í hjartastrengina.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.