Þriðjudagsfyrirlesturinn

Þriðjudaginn 28. nóvember n.k. kl. 14 ætlar Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnu- og félagsfræði koma til okkar hingað í Ljósið og ræða um hamingjuna. Inn í fyrirlesturinn væri hún vís með að vefja hamingjuaukandi æfingum eins og hláturjóga og/eða Qi Gong, en hún er hláturjóga leiðbeinandi. Hrefna er höfundur bókarinnar ,,Why are Icelanders so happy?“ en BA ritgerð hennar fjallaði einmitt um Íslendinga og hamingjuna. Hún hefur einnig tekið þátt í leshópum og ráðstefnu um hamingjuna, viðhorf og jákvæða sálfræði auk þess að vera með erindi og námskeið víða.

Á síðu Hrefnu, hamingjuvisir.com má lesa ýmislegt fleira fróðlegt um hamingjuna.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.