Nýtt Ljósablað var að líta dagsins ljós og er alveg óhætt að segja að hér er um mjög veglegt blað að ræða sem við erum virkilega stolt af að setja í dreifingu. Í blaðinu er sjónum aðeins beint að ungu fólki sem sækir þjónustu í Ljósið, en sá hópur fer ört stækkandi, eins og reyndar má segja um alla aðra hópa hér í Ljósinu. Þar má jafnframt finna greinar eftir fagfólk Ljóssins, Ljósbera ásamt ýmsu öðru fróðlegu og áhugaverðu efni. Einnig má finna þar brot af þeim verkefnum og viðburðum sem Ljósið tók þátt í frá því að síðasta blað kom út ásamt því að minnst er á nokkrar styrkveitingar svo eitthvað sé nefnt.
Blaðið er á leiðinni til Ljósavina og einnig mun það liggja víða frammi. Áhugasamir geta nálgast blaðið hjá okkur í Ljósinu að Langholtsvegi 43 og eins er hægt að senda okkur línu eða hringja í síma 561-3770 og óska eftir að fá það sent.
Blaðið má einnig skoða hér sem pdf Ljósablaðið 2017
Ritstjóri og höfundur efnis er Sigurður Ólafsson og er blaðið prentað í Litlaprenti.
er á leiðinni til Ljósavina
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.