Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að um síðustu helgi fór Reykjavíkurmaraþon fram. Eins og undanfarin ár hefur Ljósið verið eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hægt var að hlaupa fyrir og heita á hlaupara. Því er skemmst frá að segja að um 220 manns hlupu fyrir Ljósið og söfnuðust 9.644.643 kr. Þetta er lang, lang hæsta upphæð sem safnast hefur í Reykjavíkurmaraþoni fyrir Ljósið. Við hér í Ljósinu urðum á söfnunartímanum, hrærð, spennt, stolt, glöð og orðlaus yfir því hve vel gekk og viljum senda stórt knús og þakklæti til ykkar allra; hlaupara, þeirra sem hétu á hlaupar, klappliðið og alla hina stuðningsaðilana. Þið eruð ómetanleg og gefið okkur svo sannarlega byr undir báða vængi.
Það er líka gaman að segja frá því að á undirbúningstímanum birtust einar þrjár greinar í fjölmiðlum um hlaupara Ljóssins og hér á eftir eru hlekkir sem hægt er að smella á til að lesa þær greinar.
Vísir 28. júlí 2017 – Ljósið er óendanlega mikilvægt. Viðtal við Jennýju Sigfúsdóttur og Sólveigu Kolbrúnu Pálsdóttur sem báðar lögðu lóð á vogarskálarnar í maraþoninu.
DV. 18. ágúst 2017 – Ljósið í lífi margra, umfjöllun um Ljósið og starfsemina í tengslum við pastaveislu og fyrirlestur vegna hlaupsins.
Vísir 19. ágúst 2017 – Gefast ekki upp þó móti blási. Viðtal við Agnesi Ferro sem hljóp 10 km. í miðri geislameðferð.
Á Facebook síðu Ljósins eru nú komnar inn þær myndir sem teknar voru og okkur hafa borist. Smelltu hér til að skoða.
Enn og aftur, okkar bestu þakkir fyrir dásamlegan stuðning, þetta fé kemur sér svo sannarlega vel.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.