Þeir eru fjölmargir sem ætla að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslansdbanka nú í ágúst og styrkja um leið starfsemi Ljóssins.
Frá því í apríl hefur verið starfræktur hlaupa og skokkhópur í Ljósinu m.a. til að undirbúa sig fyrir hlaupið og eru allir velkomnir að vera með. Æft er einu sinni í viku, á fimmtudögum frá kl. 15:30. Mæting í Ljósið eða frá um kl. 15:45 fyrir þá sem frekar vilja hitta hópinn síðar en þá er mætt við Laugarnar í Laugardalnum. Þjálfari hópsins er Fjóla Dröfn, einn af sjúkraþjálfurum Ljóssins og margreyndur maraþonhlaupari. Ef þú vilt vera með þá þarft þú bara að reima á þig skóna og bætast í þennan flotta hóp – það eru allir hjartanlega velkomnir.
Þeir sem vilja styrkja Ljósið og hvetja um leið einhvern af fjölmörgum hlaupurum geta smellt hér og heitið á einhvern. Einnig vekjum við athygli á að hægt er að heita á Hlaupahóp Ljóssins og þá er hægt að smella hér.
Í dag, föstudaginn 28/7 var flott umfjöllun í Fréttablaðinu um tvo hlaupagarpa, þær Jennýju og Sólveigu sem ætla að hlaupa og styrkja Ljósið og þar má m.a. sjá af hverju þær ætla að hlaupa til góðs fyrir Ljósið.
Við erum innilega þakklát öllum þeim sem kjósa að láta gott af sér leiða, ýmist með því að hlaupa fyrir Ljósið eða þeim sem heita á hlaupara og styrkja þannig Ljósið. Stuðningur ykkar hjálpar okkur að gera enn betur.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.