Fyrirlestur – Árelía Eydís

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands verður með fyrirlestur í Ljósinu þriðjudaginn 20. júní kl. 14. Meðal annars ætlar hún að kynna nýútkomna bók sína, ,,Sterkari í seinni hálfleik“ sem jafnframt er fimmta bókin sem hún gefur út. Bókin fjallar um það hvernig við getum sem best undirbúið okkur fyrir síðara æviskeiðið og segir Árelía að hún hafi ástríðu fyrir því tímabil í lífi mannsins og finnst það spennandi hugðarefni.  Ásamt því að skrifa hefur Árelía gaman að því að kenna, grúska, ferðast, lesa, dansa og elda svo eitthvað sé nefnt.

Ljósið hefur nú á vorönn staðið fyrir spennandi, fjölbreyttum og fræðandi fyrirlestrum sem hafa verið vel mjög sóttir. Fyrirlestur Árelíu er sá síðasti í röðinni að þessu sinni áður en við einbeitum okkur að því að njóta hins fallega íslenska sumars.  Allir velkomnir.

 

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.