Skokk- og hlaupahópur Ljóssins fer vel af stað þetta árið. Þátttakendur eru fullir eldmóðs undir hvetjandi og styrkri stjórn Fjólu Drafnar sjúkraþjálfar og margreyndum maraþonhlaupara. Reyndar hefur aðeins örlað á harðsperrum hjá skokkurunum, en það er ekkert til að gera veður útaf.
Þeir sem vilja vera með í skokkinu eru boðnir hjartanlega velkomnir. Æfingar eru alla fimmtudaga frá kl. 15:30 – 16:30. Lagt er af stað frá Ljósinu kl. 15:30 og stefnan tekinn á Laugardalinn, nánar tiltekið við Laugarnar. Velkomið er að mæta beint þangað (kl. 15:45) og taka þátt í æfingunni en gott er að vera búin að hita aðeins upp áður en æfingin hefst.
Hægt er að skrá sig í skokkhópinn með því að hringja í síma 561-3770 eða senda okkur tölvupóst hér.
Að sjálfsögðu hvetjum við svo alla til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer í ágúst og hlaupa fyrir Ljósið.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.